Trúnaðarmannanámskeið, hluti 3, klárast í dag

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 3. hluti, sem að þessu sinni fer fram á rafrænanan hátt. Námskeiðið hófst sl. miðvikudag lýkur í dag. Á námskeiðinu kynnast nemendur samningatækni, fræðast um vinnurétt, kynnast starfsemi Vinnueftirlitsins og fræðast um vinnuvernd á vinnustöðum. 

Næstu námskeið

Dagana 5. til 7. maí verður 4. hluti kenndur og 1. hluti dagana 10. til 12. maí. Fljótlega verða senda bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja þá hluta 4. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is