Trúnaðarmannanámskeið næsta vetur

Vert er að benda trúnaðarmönnum á að búið er að raða niður trúnaðarmannanámskeiðum fyrir næstu haustönn. Vorönnin verður klár er nær dregur.

Er nær dregur námskeiðum verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem geta skrá sig á viðkomandi námskeið. Vegna Covid munu námskeiðin fara fram í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins, Skipagötu 14 á Akureyri. 

 

Haustönn 2020

Vorönn 2021

Hluti 1

4. til 6. nóvember

 

Hluti 2

18. til 20 nóvember

 

Hluti 3

 

 

Hluti 4

 

 

 

Trúnaðarmenn Einingar-Iðju eru mikilvægir hlekkir í starfi félagsins. Samkvæmt samningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri félagsmenn. Þar sem starfa fleiri en 50 eiga að vera 2 trúnaðarmenn. 

Við kosningu öðlast trúnaðarmaður um leið sérstaka lagalega vernd í starfi sínu, fær umboð félagsins til að fara með mál annarra og verður fulltrúi þess á vinnustaðnum. Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að lög og samningar séu haldnir á vinnustaðnum og vera tengiliður starfsmanna við stéttarfélagið. 

Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 

Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Einingar-Iðju og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.