Útilegukortið - pantið með góðum fyrirvara

Félagsmenn sem ætla að kaupa Útilegukortið athugið! Þegar kortið er keypt á Orlofshúsavef félagsins þá þarf að gera það með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku að fá kortið með póstinum. 

Þrátt fyrir þetta óskum við eftir því að félagsmenn kaupi kortið í gegnum vefinn. Ef einhver er á síðustu stundu að panta kort þá verða til örfá (neyðar)kort á skrifstofunni á Akureyri.