Veggspjald um vinnu barna og unglinga

Til að styðja við atvinnurekendur sem hafa ungt fólk í vinnu og ungmennin sjálf hefur Vinnueftirlitið gefið út veggspjald sem byggir á reglugerð um vinnu barna og unglinga, þetta kemur fram á vef Vinnueftirlitsins.

Fram kemur að á veggspjaldinu, sem gefið er út á íslensku, ensku og pólsku, er meðal annars fjallað um hvaða störfum börn og unglingar mega sinna eftir aldri og almennar reglur um vinnutíma þeirra á sumrin og á skólatíma.

Hægt er að prenta veggspjaldið út í A3 eða A4 og hengja upp á vinnustaðnum eða gera starfsfólki aðgengileg rafrænt.

Eru ungmenni að vinna með þér?  

Ungu starfsfólki er hættara en eldra við að lenda í vinnuslysum og óhöppum. Því þarf að gæta þess að ungmenni á vinnustað fái viðeigandi þjálfun og fræðslu og að vinnan hæfi alltaf aldri þeirra og þroska. Þau þurfa líka að öðlast þekkingu á þeim áhættum sem eru í vinnuumhverfi þeirra og hvað einkennir góðan vinnustað þar sem stuðlað er að öryggi og vellíðan starfsfólks.

Vinnueftirlitið minnir á veggspjald um vinnu barna og unglinga sem er ætlað til upplýsinga fyrir atvinnurekendur og ungmenni. Þar er meðal annars fjallað um hvaða störfum börn og unglingar mega sinna eftir aldri og almennar reglur um vinnutíma þeirra á sumrin og skólatíma.

Verum góðar fyrirmyndir og tökum vel á móti unga fólki sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.