Vel sótt í fræðslusjóðina

Það er óhætt að segja að vel hefur verið sótt í fræðslusjóðina þrjá sem félagið er aðili að á árinu 2023. Á heimasíðu sjóðanna segir að einstaklingar hafa aldrei verið fleiri og samanlögð styrkfjárhæð aldrei verið hærri.  Það eru fjölmörg verkefni hjá sjóðunum enda fjölbreyttur hópur félagsmanna hjá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum. Það verður því spennandi að sjá hver þróunin verður á þessu ári sem fer vel af stað. Í byrjun árs var gerð breyting á reglum sjóðanna sem mun vonandi hvetja en frekar til náms,  sjá nánar í frétt varðandi Landsmennt og svo um Ríkismennt og Sveitamennt.

Hvað félagsfólk Einingar-Iðju varðar þá fengu 1.054, 560 konur og 494 karlar, einstaklingsstyrki úr sjóðunum þremur árið 2023 sem er aukning um 23 félagsmenn frá árinu áður. Upphæðin sem greidd var hækkaði um tæpar 6 milljónir og var kr. 72.200.086.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir allar styrkgreiðslur fræðslusjóðanna fyrir árið 2023 í samanburði við árið 2022.

Landsmenntstyrkir alls kr. 238.421.203,-

  • Greiddir styrkir til 3225 einstaklinga (fjölgun um 4,2% ) að upphæð kr. 230.954.600,- (hækkun um 3,8% )
  • Styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 74.666.003,- (hækkun um 0,7% ) og þar á bak við eru allt að 5094 einstaklingar (fjölgun um 10% ) og fjöldi verkefna 383. (fjölgun um 6,4% )

Sveitamennt, styrkir alls kr. 182.534.316,-

  • Greiddir styrkir til 1207 einstaklinga (fjölgun um 13,8% ) að upphæð kr. 67.718.264,- (hækkun um 9,1% )
  • Styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 114.816.052,- (hækkun um 57,3%) og þar á bak við eru allt að 3076 einstaklingar (fjölgun um 62% ) og fjöldi verkefna 170 (fjölgun um 24,5%)

Ríkismennt, styrkir alls kr. 29.433.817 –

  • Greiddir styrkir til 324 einstaklinga (fjölgun um 6,1%) að upphæð kr. 18.712.653,- (hækkun um 7,7% )
  • Styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 10.721.164,- (hækkun um 14,8%) og þar á bak við eru allt að 278 einstaklingar (fjölgun um 14,8% ) og fjöldi verkefna 16 (fjölgun um 9,1%)

Nánar má lesa um sjóðina hér