Velferðarsjóður - Opið fyrir umsóknir

Átt þú eftir að sækja um jólaaðstoð?

Fimmtudaginn 16. nóvember sl. var opnað fyrir rafrænar umsóknir um jólaaðstoð 2023 hjá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis, sjá nánar á heimasíðu sjóðsins.

Milli kl. 10:00 og 13:00 dagana 27. og 28. nóvember og 4. og 5. desember var og verður einnig hægt að sækja um í gegnum síma 570 4270. 

Opið er fyrir rafrænar umsóknir til og með 6. desember. Lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti miðvikudagskvöldið 6. desember. 

Umsækjendur eru minntir á að nauðsynlegt er að skila staðgreiðsluyfirliti (ekki skattframtali) með umsókninni. Yfirlitið má nálgast á skattur.is -> mín þjónustusíða -> persónuafsláttur -> laun og staðgreiðsla.

Haft verður samband við umsækjendur í nóvember og/eða desember.

Velferðarsjóðurinn hvetur alla til að láta orðið berast, svo aðstoðin fari ekki framhjá neinum sem á þarf að halda.