Velferðarstjarnan: Samstaða, hlýja, von

Mynd af heimasíðu Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins, www.velferdey.is
Mynd af heimasíðu Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins, www.velferdey.is

Nýlega afhenti félagið Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins styrk að upphæð kr. 1.250.000 vegna jólaaðstoðar sjóðsins í ár. Fram hefur komið að framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaaðstoð 2025 verði stórt verkefni. 

Því er vert er að benda á Velferðarstjörnuna, sem er samstarfsverkefni Velferðarsjóðs, Glerártorgs og Slippsins. Salan á Velferðarstjörnunni hófst laugardaginn 8. nóvember sl. á Glerártorgi „og er mikilvæg viðbót við fjáröflun sjóðsins. Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína og öll innkoma sem kemur í sjóðinn rennur óskipt til efnaminni einstaklinga og fjölskyldna,“ segir á heimasíðu Velferðarsjóðs. 

  • Velferðarstjarnan verður seld í Lindex fram að jólum líkt og fyrri ár, og verður nú einnig til sölu í verslun Heimilistækja, Tölvulistans og Kúnígúnd á Glerártorgi.

Sjá nánar hér

Þau sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er bent á eftirfarandi söfnunarreikning:

Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533