Á heimasíðu ASÍ segir að vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Verðlagseftirlit ASÍ hefur í nýlegum úttektum1 bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í þeim efnum.
Sem fyrr reynist Húsnæði, hiti og rafmagn enn helsta driffjöður verðhækkana (+0,12%) en áhrif Matar og drykkjarvara eru óveruleg (+0,01%), sem kemur heim og saman við fyrri athugun Verðlagseftirlits ASÍ.
Minni spennu gætir á húsnæðismarkaði
Frá ársbyrjun hefur vísitala neysluverðs hækkað um rúm 3,45%, en 3,19% án húsnæðisliðarins. Það er minni munur en oft áður og ber þessi merki að dregið hafi úr spennu á húsnæðismarkaði.