Verðlagseftirlit ASÍ - Frístundastyrkir

Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Af 20 sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlitsins nær til er Kópavogsbær með hæstu frístundastyrkina, 56.000 kr. á ári. Fjarðabyggð er með lægstu styrkina, 10.000 kr. á ári en sveitarfélagið bauð ekki upp á frístundastyrki árið 2020. Grindavíkurbær og Ísafjarðarbær bjóða ekki upp á frístundastyrki. Úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. 

Sjá nánar hér á vef ASÍ