Verðlagseftirlit ASÍ - Verðlag á matvöru hækkar á ný

Á verðlagssíðu ASÍ segir að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. 

Hækkunin milli mánaðanna september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Þótt aðrir flokkar hækki meira – súkkulaði hækkar til að mynda enn, mest hjá Nóa Síríus – þá vegur kjötið þyngra í neyslu. 

Þetta er fyrsti mánuðurinn frá því í mars þar sem verðlagseftirlitið mælir ekki lækkun verðlags í neinni verslun milli mánaða. 

Sjá nánar hér