Verkalýðsskólinn 2. til 4. september 2022

Á vef ASÍ má finna frétt þar sem fjallað er um Verkalýðsskólann sem er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 2. til 4. september 2022. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.

Námskeiðið er skipulagt af Hákólanum á Bifröst í samstarfi við ASÍ og er opið öllum. Það er sniðið sérstaklega að þeim sem eru áhugasamir um kjarabaráttu og störf verkalýðsfélaga, til dæmis trúnaðarmönnum og þeim sem koma að kjaraviðræðum.

Þátttakendur geta bókað sig á námskeiðið með eða án gistingar og veitinga. Námskeiðið hefst kl. 10 á föstudagsmorgni og því lýkur seinnipart á sunnudegi. Námskeiðið er samtals 21 klukkustund.

Þátttökugjald
Heildargjald er kr. 98.800, sem skiptist í námskeiðsgjald kr. 49.800 og gistingu og mat á kr. 49.000. Snemmskráningargjald er kr. 93.800. Snemmskráning er til 15. júní, en opið er fyrir skráningu til 19. ágúst.

Þátttakendur eru hvattir til að kanna rétt sinn á styrk úr sínum fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á viðburðasíðu ASÍ, eða á síðu Háskólans á Bifröst.