Viðhorfskannanir meðal dvalargesta í orlofshúsum og íbúðum

Hægt er að svara þessum könnunum til kl. 23.00 sunnudaginn 21. september nk., en auðvitað er best að…
Hægt er að svara þessum könnunum til kl. 23.00 sunnudaginn 21. september nk., en auðvitað er best að svara sem fyrst

Fyrr í dag var opnað fyrir tvær rafrænar kannanir inn á Mínum síðum fyrir félagsmenn sem voru í íbúð eða í orlofshúsi sl. sumar. Þarna er verið að kanna upplifun þeirra á viðkomandi stað. Svör sem fást munu hjálpa til við að vita viðhorf félagsmanna til þeirra orlofshúsakosta sem í boði eru með það fyrir augum að bæta starfsemina.

Mjög góð svörun hefur verið síðustu ár og hafa margar ábendingar og hrós borist til félagsins og því var ákveðið að vera með eins könnun í ár. Við vonum að þessir félagsmenn gefi sér sem fyrst nokkrar mínútur til að svara.

Hægt er að svara þessum könnunum til kl. 23.00 sunnudaginn 21. september nk., en auðvitað er best að svara sem fyrst