VIRK Atvinnutenging - 200 fyrirtæki í samstarfi

VIRK leitar stöðugt eftir samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar starfsfólks. Í maí 2019 voru um 200 fyrirtæki með undirritaðan samstarfssamning við VIRK Atvinnutenging og hundruðir einstaklinga hafa verið ráðnir í hin fjölbreyttustu störf í gegnum atvinnutenginguna. 

Megintilgangurinn er að koma á atvinnutengingu á milli einstaklings og fyrirtækis og ljúka starfsendurhæfingu á farsælan hátt með því að útvega einstaklingunum áhugaverð störf og fyrirtækjunum gott starfsfólk ásamt því að halda uppi virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og stuðla að heilbrigðu samfélagi.

Fyrirtæki og stofnanir geta skráð sig á verumvirk.is og atvinnulífstenglar VIRK hafa samband í framhaldinu.

Sjá nánar á virk.is