VIRK - forvarnaþjónusta

Forvarnasvið VIRK veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum forvarnaþjónustu með það að markmiði að auka vinnugetu einstaklinga og þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að efla bæði starfsmenn og stjórnendur til sjálfshjálpar.

Forvarnaþjónustan er veitt einstaklingum samhliða vinnumarkaðsþátttöku þegar álagstengd einkenni, líkamleg og/eða andleg, eru farin að hafa áhrif á vinnugetu og líðan í starfi. Stuðst er við þá þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan starfsendurhæfingar varðandi hindranir, verndandi þætti og aðstæður í vinnuumhverfinu.

Sjá nánar hér