VIRK fyrirmyndarfyrirtæki 2022

VIRK hlýtur þessa viðurkenningu í fimmta árið í röð.
VIRK hlýtur þessa viðurkenningu í fimmta árið í röð.

VIRK er eitt 15 fyrirtækja sem teljast til fyrirmyndar í flokki meðalstórra fyrirtækja árið 2021 samkvæmt könnun VR sem send er á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Könnunin er ein viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi.

Fyrirtækin sem eru í fimmtán efstu sætunum í hverjum flokki í könnuninni teljast til fyrirmyndar og fá  viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022. VIRK hlýtur þessa viðurkenningu í fimmta árið í röð.

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Fjórir ráðgjafar eru starfandi fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaganna í Eyjafirði; Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Ráðgjafar VIRK eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu, og hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 460 3600. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum. 
  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á þriðjudögum 

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is