Orlofshús

Félagsmönnum standa til boða fjölmargir valkostir í sambandi við orlofsmál allan ársins hring.

Félagsmenn bóka sjálfir og greiða fyrir orlofsíbúðir og orlofshús inn á Mínum síðum félagsins.

Sótt er um orlofshús, orlofsíbúðir og Orlof að eigin vali inn á Mínum síðum félagsins þegar sumarúthlutun orlofshúsa stendur yfir.

Síðasti skiladagur umsókna fyrir sumarúthlutun 2025 er þriðjudagurinn 1. apríl, úthlutun fer fram 4. apríl.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir inni á nýjum Mínum síðum félagsins, m.a. hvernig á að bóka orlofshús.

Á Mínum síðum félagsins má finna upplýsingar um orlofskosti, styrki og fleira sem í boði er fyrir Einingar-Iðjufélaga.

Hér má sjá hvaða ferðir eru í boði hverju sinni.