Illugastaðir

Norðurland
29.000 kr. (fös-fös)
17.000 kr. (helgarleiga)
45 fm 6 rúm
Heitur pottur
Gasgrill
Nettenging
Sundlaug
Barnarúm

Innifalið

Ekki innifalið

Eining-Iðja á samtals fjórtán orlofshús á Illugastöðum en nokkur þeirra eru leigð til annarra stéttarfélaga yfir sumarið í skiptum fyrir orlofshús annars staðar á landinu. Eitt af húsum félagsins er sérstaklega útbúið fyrir fatlaða einstaklinga, hús nr. 26.

Á Illugastöðum er meðal annars sundlaug og heitur pottur. Lítil verslun er í þjónustumiðstöðinni. Sundlaugin og versluninni eru lokuðyfir veturinn.

Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin, m.a. ærslabelg. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða.

Sjá nánar á heimasíðu orlofsbyggðarinnar

Leigutími: Allt árið
Lyklar að orlofshúsunum á Illugastöðum eru afhentir í þjónustumiðstöðinni á staðnum gegn framvísun leigusamnings.