Næstu trúnaðarmannanámskeið

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Sex námskeiðanna eru kenndir í fjarnámi en hin sex í staðnámi.

Staðnám verður nú tveir dagar í senn (í stað þriggja daga áður), en hvor dagur er eitt námskeið. Það þarf að skrá sig á báða dagana ef viðkomandi trúnaðarmaður ætlar að sitja bæði námskeiðin.

Litirnir á námskeiðunum eru einungis til að auðvelda trúnaðarmönnum að sjá hvaða námskeið þeir hafa nú þegar tekið.

     ----->     

Á næstunni verða haldin eftirfarandi trúnaðarmannanámskeið.

Hlekkir við námskeiðin vísa inn á vef Félagsmálaskólans, kerfi skólans er þannig að ef þau þurfa að breyta í texta við námskeið þá býr kerfið til nýja slóð á það. Námskeiðin finnið þið á einfaldan hátt eftir dagsetningu eftir að skólinn setja námskeiðin inn á vefinn.

  • Staðnám (Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, þegar um staðnám er að ræða)
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 19. september 2024 milli kl. 9 og 14
    • Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir - 20. september 2024 milli kl. 9 og 14
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 24. október 2024 milli kl. 9 og 14
    • Samskipti á vinnustað - 25. október 2024 milli kl. 9 og 14
    • Að koma máli sínu á framfæri - 2. maí 2024 milli kl. 9 og 14 og 21. nóvember 2024 milli kl. 9 og 14
    • Samningatækni - 3. maí 2024 milli kl. 9 og 14 og 22. nóvember 2024 milli kl. 9 og 14
  • Fjarnám - í gegnum Zoom (Nemendur fá sendan hlekk inn á Zoom degi áður en námskeið hefst)
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 1. október 2024 milli kl. 9 og 12
    • Sjálfsefling - 5. nóvember 2024 milli kl. 9 og 12
    • Vinnuréttur  - 12. nóvember 2024 milli kl. 9 og 12
    • Túlkun talna og hagfræði - 2. desember 2024 milli kl. 9 og 12
    • Vinnueftirlit/vinnuvernd  - 15. apríl 2024 milli kl. 9 og 12
    • Almannatryggingar og lífeyrissjóðir - 24. apríl 2024 milli kl. 9 og 12

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.

Félagsmálaskóli alþýðu sér um námskeiðin, en hann er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

Námskrá Félagsmálaskóla alþýðu