Næstu trúnaðarmannanámskeið

Á næstunni verða haldin eftirfarandi trúnaðarmannanámskeið.

Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, ef um staðnám er að ræða.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna á Akureyri til að skrá ykkur á þau námskeið sem þið eigið eftir að fara á, í síma 460 3600 eða með því að senda tölvupóst á ein@ein.is

Félagsmálaskóli alþýðu sér um námskeiðin, en hann er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

Námskrá Félagsmálaskóla alþýðu