Lokað föstudaga á Dalvík í sumar

Vegna sumarleyfa verður lokað á skrifstofu félagsins á Dalvík alla föstudaga í júní, júlí og ágúst.

Það verður einnig lokað dagana 29. júlí til 2. ágúst og 9. til 13. september.

Við hvetjum félagsmenn til að sækja rafrænt um styrki inn á Mínum síðum Einingar-Iðju, þar má einnig panta og greiða fyrir orlofshús og íbúðir.

Við minnum á símann okkar, 460 3600, sem er opinn alla daga milli kl. 8 og 16. Einnig er hægt að senda póst og fyrirspurnir á ein@ein.is