Félagsmannasjóður!

Vert er að minna aftur á þetta fyrir þá félagsmenn sem enn eiga eftir að skila inn umbeðnum upplýsingum. Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ!

Allir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæðinu á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Eining-Iðja hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna. Einfaldast er að fylla út þetta rafræna eyðublað

Einnig er hægt að hafa samband við Rut hjá Einingu-Iðju sem fyrst til að veita umbeðnar upplýsingar. Sími 460 3600 eða netfang rut@ein.is 

Trúnaðarmenn munu safna þessum upplýsingum saman frá félagsmönnum sem enn eru starfandi hjá sveitarfélagi.

Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.