Hótelmiðar komnir í vefverslun

Félagsfólk geta nú farið inn í vefverslun félagsins sem finna má inn á mínum síðum og verslað gistiávísun á þrjú hótel eða hótelkeðjur, Berjaya Iceland Hotel, Hótel Edda og Konvin hótel í Keflavík. Í vefverslunni er einnig hægt að kaupa útilegukortið og veiðikortið.

Um er að ræða fjögur eftirfarandi hótel í Berjaya hótelkeðjunni:  Berjaya Hotel Akureyri, Berjaya Hotel Mývatni, Berjaya Hotel Héraði og Berjaya Hotel Reykjavík Natura. Einnig Edduhótelin tvö sem eru á Akureyri og á Egilsstöðum og Konvin Hótel er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Gerður var samningur við þessi hótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að skoða og kaupa gistiávísun í vefverslunni og fær sá sem verslar gistiávísunina á skráð netfang að greiðslu lokinni. Gistiávísunin gildir á það hótel sem hún er stíluð á með þeirri þjónustu sem tilgreind er í kaupum og kemur fram á ávísuninni. Bóka þarf gistingu á viðkomandi hóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun.

Sjá nánar hér