Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl - nýir kauptaxtar komnir á netið

Þann 1. apríl sl. tóku gildi nýir kauptaxtar hjá félagsfólki sem starfa hjá ríki og hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögum. Á almenna markaðinum urðu einnig breytingar á kauptöxtum þann 1. apríl sl. vegna kauptaxtaauka um 0,58%. Nýir kauptaxtar eru komnir á heimasíðuna.

Þessar launahækkanir koma til útborgunar 1. maí nk. Félagsfólki er bent á að fara vel yfir launaseðla sína og tryggja að launahækkanir skili sér. Ef meinbugir eru þar á er mikilvægt að gera atvinnurekanda þegar viðvart og fara fram á tafarlausa leiðréttingu. Starfsfólk félagsins er boðið og búið til að aðstoða félaga ef þörf krefur í þessum efnum. 

Almenni markaðurinn
Forsendunefnd kjarasamninga á almenna markaðinum úrskurðaði að kauptaxtaauki virkjaðist frá og með 1. apríl sl. Kauptaxtaaukinn felur í sér að lágmarkstaxtar kjarasamninga hækkuðu um 0,58%. Forsendur þessa eru hækkun launavísitölu á almennum markaði umfram umsamdar taxtahækkanir á fyrsta tímabili stöðugleikasamningsins.

  • Kauptaxtar SGS vegna starfsfólks á almenna vinnumarkaðinum PDF - GRID (athugið hvort rétt tímabil sé valið í GRID*)
  • Kauptaxtar SGS vegna starfsfólks í veitinga-, gisti- og þjónustustarfsemi PDFGRID (athugið hvort rétt tímabil sé valið í GRID*)

Sveitarfélögin
Ný launatafla tók gildi. Hækkun grunnþreps í launatöflu kr. 23.750, þó að lágmarki 3,5%

  • Kauptaxtar SGS vegna félagsfólks sem starfar hjá sveitarfélagi PDF - GRID (athugið hvort rétt tímabil sé valið í GRID*)

Ríkið
Ný launatafla tók gildi. Hækkun grunnþreps í launatöflu kr. 23.750, þó að lágmarki 3,5%

  • Kauptaxtar SGS vegna félagsfólks sem starfar hjá ríkinu PDF GRID (athugið hvort rétt tímabil sé valið í GRID*)

 *SGS hefur sett kauptaxta upp í tæknilausninni GRID sem býður notendum upp á einfalt og gagnvirkt viðmót til að finna út laun skv. kauptöxtum o.fl.