Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning

Rafræn atkvæðagreiðsla verður á heimasíðu félagsins um nýjan kjarasamning Einingar-Iðju við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Hún hefst á morgun, föstudaginn 12. apríl kl. 13.00 og lýkur þriðjudaginn 23. apríl kl. 16.00. Hnappur til að kjósa verður virkjaður hér á heimasíðunni á morgun kl.13:00.

Kæru félagar – valdið er ykkar! Sýnum samstöðu og greiðum atkvæði!

Ítarlegar upplýsingar um kjarasamninginn má finna hér

Nota skal rafræn skilríki eða íslykil við kosninguna. Hægt verður að fá aðstoð við rafrænu kosninguna á skrifstofum félagsins. Sá sem getur ekki kosið rafrænt getur kosið utankjörfundar á skrifstofum félagsins.

Lengri opnunartími á skrifstofum félagsins

  • Akureyri – 15. og 16. apríl til kl. 20:00
  • Dalvík – 16. apríl til kl. 19:00
  • Fjallabyggð – 16. apríl til kl. 19:00

Viðvera í Hrísey og á Grenivík

  • Hrísey, á veitingastaðnum Verbúðin - 16. apríl milli kl. 16:00 og 18:30
  • Grenivík, á veitingastaðnum Kontorinn - 16. apríl milli kl. 16:00 og 18:30

Hafðu áhrif — nýttu atkvæðið þitt!