Skil á umsóknum og gögnum í febrúar 2024

Vert er að minna aftur á að í febrúar 2024 þarf að skila inn umsóknum og gögnum fyrr en venjulega til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju og vegna fræðslusjóða félagsins.

Greiðsla dagpeninga og styrkja vegna febrúarmánaðar 2024 fer fram á hefðbundnum tíma en það þarf að skila gögnum til félagsins í síðasta lagi á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar, til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt mánuði síðar.

ATHUGIÐ! Við hvetjum félagsmenn til að sækja rafrænt um styrki inn á Mínum síðum Einingar-Iðju
 

Hér má sjá reglur um skil á læknisvottorði