Trúnaðarmannanámskeið, hluti 2, stendur nú yfir

17 trúnaðarmenn frá nokkrum stéttarfélögum sitja námskeiðið
17 trúnaðarmenn frá nokkrum stéttarfélögum sitja námskeiðið

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 2. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst í morgun en það stendur yfir í þrjá daga. 

Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og uppbyggingu trygginga.

Leiðbeinandi í dag er Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, en hún er að fara yfir launaútreikninga og lestur launaseðla. Á morgun mætir Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, á svæðið og fer yfir almannatryggingar og lífeyrissjóði. Vegna anna starfsmanna félagsins verður síðasti dagur námskeiðsins ekki fyrr en  föstudaginn 6. mars nk. en þá fara þeir yfir starfsemi félagsins, kjarasamninga og sjóði.

Næstu námskeið

Um miðjan mars verður 3. hluti kenndur og sá fjórði í apríl. Búið er að senda bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja hluta 3 og svo verða fljótlega send bréf á þá sem eiga eftir að sitja hluta 4. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is. Einnig þurfa þeir að skrá sig á vef Félagsmálaskólans

Sjá nánar hér