Vetrarleiga orlofshúsa

Vert er að minna félagsmenn á að þeim stendur til boða fimm góðir valkostir í orlofsmálum í vetur. Hér er um að ræða dvöl í orlofshúsum á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði og Einarsstöðum og orlofsíbúðir félagsins á Höfuðborgarsvæðinu.

ATH! Hús félagsins á Einarsstöðum verða ekki leigð út veturinn 2019-2020 vegna viðhalds. Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á svæðinu í vetur er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 861 8310, en hann sér um að leigja út hús þar í vetur.

  •  Vetrarleigan hefst í byrjun september og stendur til loka maí ár hvert.
  • Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til.
  • Ekki þarf að sækja um jól og páska, en einungis eru vikuleigur í boði.
Auðveldast er að panta á félagavefnum, en auðvitað er hægt að hringja í skrifstofur félagsins, 46 3600, og panta hús eða bústað.
 

Sjá nánar hér