Álalind íbúð 203
- 12 stk.
 - 06.03.2018
 
Árleg eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin miðvikudaginn 22. júní sl. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 9:00 og farið vestur í Húnavatnssýslur. Aðeins var stoppað í Varmahlíð áður en ekið var sem leið lá til Hvammstanga þar sem var snæddur hádegisverður á Sjávarborg og svo var aðeins kíkt í Selasafnið. Að því loknu var ekið fyrir Vatnsnesið og komið við á Blönduósi. Næst var ekið yfir Þverárfjall og til Sauðárkróks þar sem drukkið var kaffi á Mælifelli. Að því loknu var farið yfir Öxnadalsheiði og til Akureyrar á ný.
Skoða myndirNokkrir stjórnarmenn í Iðnaðar- og tækjadeild Einingar-Iðju ásamt fulltrúum úr aðalstjórn félagsins fóru í heimsókn í Vaðlaheiðargöngin. Með í för var Ásgrímur upplýsingafulltrúi félagsins og tók hann nokkrar myndir
Skoða myndirMiðvikudaginn 22. febrúar 2017 stóð Iðnaðar- og tækjadeild félagsins fyrir fræðslufundi fyrir bílstjóra. Kjartan Þórðarson, sérfræðingur frá Samgöngustofu, fjallaði þar um fjölmargt er snýr að málefnum bílstjóra en þó aðallega um endurmenntun þeirra. Hann svaraði jafnóðum fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna, en frábær mæting var á fundinn sem fram fór í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri og urðu fjörugar umræður um málefnið.
Skoða myndirFélagið bauð félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á leikritið Góðverkin kalla sem sýnt er í Freyvangsleikhúsinu. Sýning var laugardaginn 1. apríl og var boðið upp á kaffiveitingar fyrir sýninguna í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Skoða myndirEins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin 21. júní 2017. Fyrst var farið eins og leið liggur austur á Húsavík. Þaðan var ekið upp að Þeystareikjum og svo aftur til baka niður á Húsavík þar sem Hvalasafnið var skoðað. Að því loknu var borðaður hádegismatur á Húsavík. Eftir mat var farið upp Kísilveg og farinn hringur í Mývatnssveit. Eftir það var farið á Illugastaði í Fnjóskadal þar sem drukkið var kaffi. Að lokum var farið um Víkurskarð og til Akureyrar á ný.
Skoða myndirÁ fundi í aðalstjórn félagsins í september 2020 sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal var farið í skoðunarferð um svæðið og kíkt m.a. á hvernig til tókst með framkvæmdir á sex húsum í efra hverfinu sem búið var að taka í gegn að undanförnu. Stjórnin var mjög ánægð með hvernig til tókst. Ákvaðið var að ráðast í breytingar á eldhúsum og baðherherbergjum í húsum í neðra hverfinu á sama hátt og búið er að gera í efra hverfinu.
Skoða myndirBoðað var til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október undir yfirskriftinni „Við mætum þar til við þurfum ekki lengur að mæta!” Á Akureyri var útifundur milli kl. 11:15 og 12:00 á Ráðhústorgi.
Skoða myndirHin árlega eins dags ferð fyrir eldri Einingar-Iðjufélaga var farin í gær, þriðjudaginn 24. júní. Um 60 félagsmenn og makar lögðu af stað í rútu frá Akureyri um kl. 9:00 og var ekið sem leið lá til Dalvíkur, með viðkomu í Svarfaðardal. Þaðan var farið til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var skoðað. Hádegismatur var snæddur á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði þar sem boðið var upp á hlaðborð. Eftir hádegismat var farið í Skagafjörð; Hofsós, Hóla í Hjaltadal og Sauðárkrók áður en haldið var yfir Öxnadalsheiði og heim á ný. Boðið var upp á glæsilegar kaffiveitingar í Skagafirði, nánar tiltekið á Áskaffi góðgæti í Héðinsminni. Frábær leiðsegjandi var í ferðinni, hann Bragi Guðmundsson.
Skoða myndirFjölmenni safnaðist saman á Akureyri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí 2025, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks.
Skoða myndirFélagið er með á leigu stórt og fínt hús á Flúðum. Stór pallur er við húsið með útihúsgögnum og gasgrilli. Húsið er 76 fermetrar að stærð og í því eru þrjú svefnherbergi; tvö með hjónarúmi og eitt með kojum. Sex manns geta gist í húsinu. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirÍ orlofshúsahverfinu Einarsstaðir á Héraði á Eining-Iðja fjögur hús. Tvö þeirra voru algjörlega endurnýjuð og stækkuð lítillega veturinn 2019-2020 og tvö veturinn 2020-2021. Þannig að frá og með sumrinu 2021 var búið að endurnýja öll húsin. Óhætt er að segja að húsin eru stórglæsileg. Húsin eru um 62 fermetrar að stærð með tveimur svefnherbergjum. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/
Skoða myndirUm er að ræða íbúð í raðhúsi, 71 fermetrar að stærð. Á neðri hæð er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, gestaherbergi með tveimur einbreiðum rúmum og baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er stofa/borðstofa og eldhús í samfelldu rými svo og gestaherbergi með 1,5 breiðu rúmi, samtals svefnpláss fyrir sex. Í stofu er sófi og stofustóll, eldhúsborð og stólar. Út frá efri hæð eru svalir með svalarhúsgögnum og gasgrilli. Í nágrenninu er hægt að stunda afþreyingu á borð við gönguferðir. Golfvöll er að finna í 1,1 km fjarlægð frá gististaðnum. Þá er vert að benda á áhugaverðan valkost sem er að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur en hún siglir milli Brjánslækjar í Vatnsfirði og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Þarna eru því margir möguleikar á styttri og lengri ferðum fyrir dvalargesti. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/ þegar umsóknartímabil er opið
Skoða myndirOrlofshús félagsins í Húsafelli var tekið í notkun í október 2023 og er það allt hið glæsilegasta. Húsið er um 83 fermetrar að stærð með öllum helstu þægindum, stórum palli og að sjálfsögðu er heitur pottur við húsið. Svefnherbergi eru þrjú, tvö hjónaherbergi og í báðum eru tvö 80 cm rúm sett saman og eitt herbergi með koju á þremur hæðum, neðsta kojan er 120 cm en tvær efri eru 80 cm breiðar. Svefnpláss er fyrir átta manns. Eldhús og stofa eru í sama rýminu. Nánari upplýsingar á https://mitt.ein.is/
Skoða myndir