1. maí 2015 - Fjallabyggð
- 30 stk.
- 04.05.2015
Eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin 22. júní 2015. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 9:00 og farið austur í Kelduhverfi, smá stopp og skoðunarferð var tekin á Húsavík áður en hádegisverður var borðaður í Skúlagarði. Þaðan var farið að Hafragilsfossi og svo í Mývatnssveit þar sem drukkið var kaffi í Hótel Reynihlíð. Að því loknu var ekið til Akureyrar á ný með smá viðkomu í Dyngjunni, sem er handverksmarkaður í Mývatnssveit, og á Fosshóli.
Skoða myndirFjögurra daga síðsumarferð var farin til Hólmavíkur um Strandir, Snæfjallaströnd og um Reykjanesið dagana 10. til 13. ágúst 2015
Skoða myndirÍ mars 2016 var haldið námskeið fyrir félagsmenn þar sem kennt var hvernig eigi að skreyta snittur og brauðtertur. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og komust færri að en vildu. Námskeiðið fór fram á Amts kaffi Ilm á bókasafninu á Akureyri og var leiðbeinandi Þórhildur Þórhallsdóttir matreiðslumeistari.
Skoða myndirFélagið átti 37 fulltrúa á ársfundi Stapa 2016 sem fram fór í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 4. maí.
Skoða myndirTæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi, mættu á 34. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina, þar af tæplega 40 frá Einingu-Iðju.
Skoða myndir24. júní var farið í árlega dagsferð fyrir aldraða félagsmenn. Ekið var af stað frá Akureyri og var stefnan tekin á Sauðárkrók. Ekið var sem leið lá yfir Öxnadalsheiði og eftir að hafa stoppað aðeins í Varmahlíð og kíkt á Grettislaug á Reykjaströnd var snæddur hádegisverður á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Eftir hádegi var farið fyrir Skagann og kíkt í Spákonuhof á Skagaströnd. Næst var ekið yfir Þverárfjall og síðan eins og leið liggur til Siglufjarðar þar sem drukkið var kaffi. Að því loknu var keyrt til Akureyrar á ný.
Skoða myndir